5. nóvember 2023 kl. 1:40
Innlendar fréttir
Reykjavíkurborg

Einn flutt­ur á bráða­deild eftir slys í mið­borg­inni

Einn var fluttur á slysadeild nú á öðrum tímanum til aðhlynningar eftir að bíl var ekið á staur við Ingólfsstræti í miðborg Reykjavíkur.

Dælubíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í Ingólfsstræti í Reykjavík framan við Gamla bíó þar sem vegfarandi slasaðist lítillega í umferðaróhappi aðfaranótt 5. nóvember 2023.
Ari Páll Karlsson/RÚV

Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var hinn slasaði vegfarandi en meiðsl hann eru talin minniháttar. Slökkviliðsmenn veittu fyrstu aðhlynningu, enda þjálfaðir sjúkraflutningamenn.

Varðstjórinn segir dælubíl slökkviliðs hafa fyrstan borið að, en hann hafði verið kallaður út vegna lítilsháttar elds í miðborginni. Fjöldi fólks er í miðborginni en tónleikum Iceland Airwaves var nýlokið þegar slysið varð.