Ekki haft samráð við forsætisráðherra áður en Ísland sat hjá
Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gaza á neyðarfundi Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. Þingflokkur Vinstri grænna hefði viljað að kosið hefði verið með tillögunni og ekki var haft samráð við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formann Vinstri grænna.