Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

Ólafur Þ: Skynsamleg og rétt viðbrögð Bjarna

Birgir Þór Harðarson

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir viðbrögð Bjarna vera rétt og skynsamleg. Það sé alltaf áfall fyrir flokk þegar ráðherra segir af sér. Viðbrögð stjórnmálamanna skipti miklu máli. „Hann er að brjóta ofurlítið blað með að ráðherrar taki ábyrgð á gjörðum sínum þegar stofnanir telja að stjórnsýslan hafi ekki verið í lagi.“

Ólafur telur mikið til í vangaveltum Þorgerðar um að Bjarni fari í utanríkisráðuneytið og Þórdís Kolbrún taki við lyklavöldum í fjármálaráðuneytinu.