Krakkafréttir: Kynfræðsla og upplýsingaóreiða
Villandi og rangar upplýsingar um kynfræðslu og hinseginfræðslu hafa verið í dreifingu um samfélagsmiðla og námsefni hefur verið tekið úr samhengi og stillt upp á vafasaman hátt. Umræðan hefur verið nokkuð heit og byggir að miklum hluta á upplýsingaóreiðu. Krakkafréttir kynntu sér umræðuna og hugtakið upplýsingaóreiðu í þætti gærkvöldsins.