Þór kominn til hafnar með franskt farþegaskip
Varðskipið Þór til kom til hafnar á þriðja tímanum í dag með franska farþegaskipið Polarfront. Kallað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar í síðustu viku en skipið hafði verið bilað í nokkra daga.
Leitað var til Landhelgisgæslunnar í síðustu viku vegna franska farþegaskipsins Polarfront. Það hafði legið vélarbilað í nokkra daga innst í Fönfirði, sem er inn af Scorespysundi á Grænlandi. Veður á svæðinu var með besta móti og skipið var við akkeri suður af eyjunni Röd.
Þegar áhöfnin á Þór lauk störfum á Seyðisfirði á miðvikudag hélt varðskipið til Grænlands.
Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar tók ferðin um þrjá sólarhringa og gekk vel. Varðskipið hafði verið við störf á Seyðisfirði