Ljósabekkir komnir aftur í tísku
Átján ára aldurstakmark er í ljósabekki. Það stoðar lítt og dæmi eru um að foreldrar veiti börnum sínum leyfi í gegnum síma.
Sara Margrét Davíðssdóttir, Jarún Júlía Jakobsdóttir og Anna Sigríður Kristjánsdóttir eru nýnemar í Verslunarskóla Íslands. Þær sögðust allar fara í ljós.
En af hverju? „Til að vera tanaðar og sætar“
Eruð þið beðnar um skilríki? „Nei eiginlega aldrei. En það hefur gerst og þá hefur mamma bara gefið mér leyfi.“
Sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins segir erfitt að vita hvort ljósabekkjanotkun ungmenna hafi aukist.
„Við höfum fengið ábendingar frá foreldrum að börn þeirra hafi farið í ljós sem eru yngri en 18 ára. En við erum ekki með kannanir sem ná til ungmenna og ljósabekkjanotkunar. Þær eru bara frá 18 ára.“