5. ágúst 2023 kl. 16:05
Innlendar fréttir
Eldri innlendar fréttir

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar kölluð út vegna vinnu­slyss

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi á þriðja tímanum í dag vegna vinnuslyss í nágrenni við Stykkishólm. Þyrlan sótti konu sem hafði slasast og flutti hana til Reykjavíkur. Ekki er vitað um líðan hennar að svo stöddu.

Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, Ásgeir Erlendsson, segir þyrluna hafa verið í æfingarflugi þegar útkallið barst. Þyrlan var kölluð út á mesta forgangi. „Klukkan 13:20 barst útkallið og þyrlan var komin til Reykjavíkur laust fyrir fjögur og lenti við Landspítalann í Fossvogi.“

Ásgeir segir Landhelgisgæsluna vera með þyrlur staðsettar á sitthvorum enda landsins um helgina, eina á Akureyri og eina í Vestmannaeyjum. Þetta sé gert til að stytta viðbragðstíma yfir þessa fjölmennu ferðahelgi.

Fréttin hefur verið uppfærð.