Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

Viss um að fólk væri hamingjusamara ef það stæði reglulega á brimbretti

Urður Örlygsdóttir og Rebekka Líf Ingadóttir

,

Samkvæmt deiliskipulagi á að setja upp tæplega eins hektara landfyllingu milli nýju Suðurvararbryggju og útsýnispalls við Nesbraut á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn. Lengd fyllingarinnar er um 145 metrar og 60 metrar á breidd. Brimbrettakappar landsins hafa miklar áhyggjur af stækkuninni en verði af henni skemmir það aðalbrotið, eina bestu öldu í Evrópu. Brimbrettafólk mótmælir þessum breytingum og segir mikil verðmæti í öldunni. Fólk komi frá öllum heimshornum til að standa á öldunni í Þorlákshöfn. Brimbrettafélag Íslands hefur sett af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla breytingunum, vernda aðalbrotið og fá það skilgreint sem útivistarsvæði. Rúmlega sex þúsund manns hafa skrifað undir nú þegar.