Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

Fótboltalið frá Malaví ætlar sér sigur á Rey Cup

Sextán ung­ir og efni­leg­ir knatt­spyrnu­menn frá Mala­ví eru staddir hér á landi til að taka þátt í Rey Cup mótinu sem brátt verður sett. Þeir kunna ágætlega við sig á Íslandi þó það sé heldur kalt fyrir þeirra smekk.

Urður Örlygsdóttir og Ísak Gabríel Regal

Dreng­irn­ir sem eru á aldrinum 14 til 16 ára spila með liði knatt­spyrnuaka­demí­unn­ar Ascent Soccer í Malaví sem er eina knatt­spyrnuaka­demí­an í landinu. Marg­ir þeirra ólust upp við mikla fátækt, um helmingur þeirra á heimilum án renn­andi vatns og raf­magns.

Strákarnir hafa ekki spilað á gervigrasi áður en létu það ekki stoppa sig og unnu 5-0 sigur gegn þriðja flokki Aftureldingar í fyrsta æfingaleiknum og 5-1 sigur gegn þriðja flokki Víkings í dag. Þeir voru mjög einbeittir á æfingu og ákveðnir í að fara með sigur af hólmi á Rey Cup-mótinu.