Táknmálstúlkaðar sjónvarpsfréttir
Eldgígurinn við Litla-Hrút brast í dag svo hraunið flæddi norður úr honum. Gosmóða hefur legið yfir stórum hluta landsins í dag og um helgina.
Lagabreyting sem samþykkt var á ísraelska þinginu í dag færir landið nær einræði, að mati gagnrýnenda víðs vegar að úr samfélaginu. Forsætisráðherrann segir þær hins vegar nauðsynlegar lýðræðinu en ekki ógn við það.
Úkraínumenn saka Rússa um drónaárásir á korngeymslur í landinu til að koma í veg fyrir að hægt verði að flytja það til útlanda. Verð á korni fer hækkandi á heimsmarkaði.
Vísindamenn vinna að kortlagningu á ferðum skúma á Austurlandi og er það liður í alþjóðlegu verkefni. Fækkað hefur í stofninum á undanförnum árum.
Sjónvarpsfréttir eru táknmálstúlkaðar á vefnum vegna útsendinga frá EM kvenna U19 á RÚV 2.