21. júlí 2023 kl. 23:52
Innlendar fréttir
Eldri innlendar fréttir

Árekst­ur bíls og mót­or­hjóls í Hafn­ar­firði

Mótorhjól og fólksbíll skullu saman við Rauðhellu í Hafnarfirði í kvöld.

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu varð áreksturinn um klukkan ellefu í kvöld en ekki var um harðan árekstur að ræða.

Ökumaður mótorhjólsins var fluttur á sjúkrahús en er ekki talinn alvarlega slasaður. Nokkrir voru í bílnum en enginn þeirra slasaðist.