Pussy Riot á LungA á Seyðisfirði
Hópurinn Pussy Riot, sem nú er að mestu skipaður íslenskum ríkisborgurum, hélt tónleika á listahátíðinni LungA á Seyðisfirði í kvöld.
Sýning hópsins heitir Riot Days og er sambland af tónleikum, gjörningalist og pólitískum mótmælum. Þær hafa farið víða með sýninguna og var Seyðisfjörður lokastoppið á ferðalaginu. Þetta eru fyrstu tónleikarnir hópsins hér á landi eftir að tvær úr honum fengu íslenskan ríkisborgarétt.
Masha Alyokhina segir gott að koma fram hér á landi. „Ég get ekki lýst þessum heiðri með orðum. Ég tel mjög mikilvægt að finna þessar brýr og nota sameiginlegt tungumál listarinnar til að tala saman því stríðið snýst um aðgreiningu og hatur.“
Hvers má svo vænta af viðburðinum í kvöld?
„Það verður mikið pönk, öskur, áhugaverð lög og saga. Saga mótmælanna.“