Tilkomumikið en stórhættulegt sjónarspil
Aukinn kraftur er í eldgosinu sem hófst við Litla-Hrút á Reykjanesskaga, miðað við fyrri gos þar síðustu ár. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að enginn eigi erindi að gosstöðvunum nema með fullkominn gasbúnað. Aðstæður geta orðið lífshættulegar því gasmengunin sem fylgir gosinu er margfalt meiri en í eldgosum síðustu tveggja ára.
Guðmundur Bergkvist myndatökumaður RÚV tók meðfylgjandi myndir við gosstöðvarnar í kvöld, og þar má sjá fólk fara ansi nærri hrauninu.