3. júlí 2023 kl. 22:52
Innlendar fréttir
Eldri innlendar fréttir
Félag heyrnarlausra stöðvar fjáröflun til að valda ekki óþægindum
Félag heyrnarlausra hefur ákveðið að stöðva fjáröflun sína, sem það hefur undanfarið staðið fyrir með sölu á pennum merktum félaginu, þar sem það hefur orðið vart við óöryggi. Fólk hafi orðið á vegi óprúttinna aðila sem safni fjármunum í nafni félagsins en tengist því ekki á neinn hátt.
Í tilkynningu frá félaginu segir að það hafi ákveðið að stöðva fjáröflunina til að valda ekki óþægindum fyrir fólk sem vilji virkilega styðja við öfluga starfsemi félagsins, vegna óvissu meðal fólks um hvort starfsemin eigi sér stað á réttum forsendum eða ekki.
Félagið harmi einnig að málstaður heyrnarlausra skuli ítrekað notaður í slíkum tilgangi.