3. júlí 2023 kl. 14:54
Innlendar fréttir
Eldri innlendar fréttir
Einn fluttur á slysadeild eftir bifhjólaslys
Ökumaður bifhjóls var fluttur á slysadeild eftir slys á Suðurlandsbraut á öðrum tímanum í dag. Slysið varð eftir að maðurinn ók bihjólinu upp á kant.
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn með meðvitund þegar hann var fluttur á slysadeild. Ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu.