Prófsteinn á hvar mörk hryðjuverka liggja
Héraðssaksóknari hefur gefið út nýja ákæru á hendur tveimur mönnum sem grunaðir eru um hryðjuverkaárás. Í ákærunni er vísað í samskipti mannanna sem eru uppfull af ofbeldisórum, auk þess sem þeir voru farnir að sanka að sér skotvopnum.
Vilhjálmur segir það ekki endilega til marks um augljósan ásetning og minnir á að tjáningafrelsið verji líka óvinsælar og jafnvel ógeðfelldar skoðanir.
Margrét bendir á að saksóknari leggi ekki fram ákæru nema hann telji sakfellingu líklega. Þetta sé í fyrsta sinn sem ákært sé á grundvelli hryðjuverkalaga og málið fordæmisgefandi. Ákæran bendi til þess að lögreglan telji sig hafa haft staðfestingu á ákveðnum undirbúningi.