„Computer says no“ eftir að langveik dóttirin varð 16 ára
Foreldrar langveikrar stúlku komast ekki lengur inn á hennar svæði á Heilsuveru vegna þess að hún varð nýverið sextán ára og þarf að sækja sjálf um rafræn skilríki - nokkuð sem hún er ekki fær um að gera á eigin spýtur.
Friðrik fær alls staðar svarið nei, þegar hann reynir að fá aðgang að Heilsuveru dóttur sinnar.
– Kristinn Þeyr Magnússon