26. apríl 2023 kl. 21:18
Innlendar fréttir
Þrír af fjórum starfsmönnum þingflokks Pírata hætta störfum
Þrír af fjórum starfsmönnum þingflokks Pírata eru að hætta störfum. Meðal þeirra er framkvæmdastjóri þingflokksins og aðstoðarmaður formanns.
Björn Leví Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, segir að um skipulagsbreytingar sé að ræða.
„Við erum að beina verkum á mismunandi staði,“ segir Björn. „Við þurfum að endurskipuleggja starfslýsingar fólks og endurraða hvernig og hvaða verkum verður sinnt innanhúss.“
Björn segir að mörg verkefni falli oft á fáar hendur. Þá hafa Píratar þegar leitað til ráðningarstjóra til að finna nýjan framkvæmdastjóra þingflokksins.