Athugið að þessi frétt er meira en 1 árs gömul

Táknmálstúlkaðar fréttir

Ásta Hlín Magnúsdóttir

Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Nýtt örvandi fíkniefni hefur valdið dauðsfalli hér á landi. Yfirlögregluþjónn hvetur fólk til að varast efnið, sem er mjög örvandi og getur valdið ofskynjunum.

Hreinsunarstarf hófst í Neskaupstað í dag. Gífurleg eyðilegging blasti við íbúum sem skoðuðu íbúðir sína sem urðu fyrir snjóflóðinu á mánudag.

Utanríkisráðherra Úkraínu segir það sem hnefahögg í andlit alþjóðasamfélagsins að Rússar séu teknir við formennsku í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem þjóðarleiðtogi formennskuríkisins er eftirlýstur af Alþjóðasakamáladómstólnum.

Tólf ára börn í skólabúðunum á Reykjum fengu fræðslu frá karlmanni sem þar starfaði um hvernig þau gætu svipt sig lífi. Foreldrar hafa ekki ákveðið hvort þeir ætla að kæra manninn.