23. mars 2023 kl. 3:44
Innlendar fréttir

Mat­væla­verð marg­fald­ast í Malaví

Verð á korni og öðrum grundvallarnauðsynjum í Afríkuríkinu Malaví hefur margfaldast á einni viku eftir að fellibylurinn Freddy gekk yfir landið. Veðurhamurinn varð hundruðum að bana og skildi eftir sig slóð eyðileggingar í Malaví og Mósambík.

Fólk gengur á milli húsa í vatni sem nær þeim upp að hnjám.
EPA-EFE / ANDRE CATUEIRA

Kornverð hefur hækkað um 300 prósent samanborið við sama tíma á seinasta ári, sem verður til að bæta gráu ofan svart í landi þar sem nærri fjórar milljónir manna búa við fæðuóöryggi. Heildaríbúafjöldi Malaví er rúmar nítján milljónir en landið er eitt þeirra sem nýtur stuðnings gegnum kjarnaframlög Íslands til þriggja mannúðarstofnana Sameinuðu þjóðanna.

Fleiri innlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV