Athugið að þessi frétt er meira en 2 ára gömul

Afhenti bæjarstjóranum undirskriftir og vill hundagerði í Hrísey

Ungur Hríseyingur, sem vill fá hundagerði í Hrísey, mætti í ráðhúsið á Akureyri í dag með fjölda undirskrifta máli sínu til stuðnings. Bæjarstjórinn segir að málið verði skoðað með opnum huga.

Ágúst Ólafsson

Stefán Pétur Bragason og hundurinn hans Max-Gormur, fara ekki oft saman í Hríseyjarferjuna. Í dag áttu þeir þó sameiginlegt erindi til Akureyrar og voru búnir að bóka fund með bæjarstjóranum.

,,Ég vil fá hundagerði í Hrísey," segir Stefán. ,,Vegna þess að lausaganga hunda er bönnuð þar og þeir verða að fá eitthvað svæði til að vera lausir og fá að hlaupa um."

Stefán safnaði hátt í 60 undirskriftum í Hrísey, þessu til stuðnings, frá íbúum þar og eigendum sumarhúsa. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, tók þeim félögum vel þegar Stefán afhenti henni undirskriftirnar. Hún segir erindi hans verða skoðað með opnum huga.

Aðrir eru að lesa