Athugið að þessi frétt er meira en 2 ára gömul

Grænir iðngarðar í stað álvers

Guðmundur Pálsson

Áform um álver í Helguvík á Reykjanesi runnu út í sandinn fyrir nokkrum árum. Byggingar sem hýsa áttu starfsemi þess voru reistar árið 2007 en hafa staðið auðar og ókláraðar allar götur síðan. Á tímabili íhugaði útgerðarfyrirtækið Samherji að koma þar á fót fiskeldi en ekkert varð af því. Nú hefur verið ákveðið að stofna þar svokallaða Græna iðngarða, meðal annars í mannvirkjum sem hönnuð voru sem kerskálar. Alls um 25 þúsund fermetrar að gólffleti.

Kjartan Eiríksson framkvæmdastjóri Grænna iðngarða segir að hugmyndin sé að þar komi saman klasi fyrirtækja þar sem hrat frá einu fyrirtæki geti nýst sem aðföng fyrir annað fyrirtæki og þannig verði til aukin verðmæti. Starfsemin verði blönduð, allt frá rannsóknum og þróun til framleiðslu.