Athugið að þessi frétt er meira en 2 ára gömul

Langbylgjumastrið á Eiðum fellt

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir

,

Langbylgjumastur RÚV var fellt skömmu fyrir hádegi í dag í beinni útsendingu. Þar með hvarf þriðja hæsta mannvirki landsins. Tími langbylgjuútsendinga er að líða undir lok og öflugra FM-kerfi kemur í staðinn.

Langbylgjumastrið á Eiðum hefur þjónað hlutverki sínu í aldarfjórðung. Það er 220 metra hátt og á öflugri langbylgjunni hefur RÚV útvarpað dagská niður í dýpstu dali og út á miðin. En nú eiga fáir útvörp sem taka við langbylgju og þykir kerfið ekki lengur henta til öryggisútsendinga.