Orka til nýsköpunar
Eimur er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem og Umhverfisráðuneytisins. Með samstarfinu á að byggja upp atvinnulíf, skapa tækifæri fyrir grænar lausnir og verðmætasköpun, stuðla að sjálfbærni og betri nýtingu og virðingu fyrir orkuauðlindum. Gríðarmörg tækifæri blasa við segir Sesselja sem brennur fyrir því að gefa frumkvöðlum og þeim sem starfa við nýsköpun tækifæri innan orkugeirans.