Icelandair þarf að bæta „mjög dýra tösku“ sem átti að endast í mörg ár
Icelandair þarf að greiða hjónum 188 þúsund krónur eftir að ferðataska þeirra skemmdist. Eiginkonan sagði virkilega illa meðferð og kæruleysi þurfa til að skemma tösku af þessari gerð.