Athugið að þessi frétt er meira en 2 ára gömul

Einangrun ofnotuð af dómstólum

Formaður lögmannafélagsins segir að dómstólar beiti einangrun í gæsluvarðhaldsúrskurðum úr hófi fram. Breyta þurfi verklagi, lögum og kröfum um rökstuðning fyrir að beita henni.

Bjarni Rúnarsson

Einangrunarvist í fangelsum landsins er beitt úr hófi fram, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu þeirra kemur fram að á tíu ára tímabili frá 2012 til 2021 hafi 825 sætt einangrunarvist, þar af tíu börn á aldrinum 15 til 17 ára. Amnesty segir að slíkt sé brot gegn banni við pyntingum.

Nánast undantekningalaust verða dómstólar við þeirri beiðni lögreglunnar að sakborningar skuli sæta einangrun.

Amnesty beinir umbótatillögum sínum að ýmsum stofnunum og samtökum íslenskum, þar á meðal dómsmálaráðuneytinu, fangelsismálayfirvöldum, dómurum, lögreglu og lögmönnum. Sigurður Örn Hilmarsson er formaður Lögmannafélags Íslands. Rætt var við hann í Speglinum.

Fleiri innlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV