Athugið að þessi frétt er meira en 2 ára gömul

Táknmálstúlkaðar fréttir

Alexander Kristjánsson

Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Hjúkrunarkona sem ákærð er fyrir manndráp á geðdeild Landspítalan neitaði sök í héraðsdómi í dag. Hún er sögð hafa fyrirskipað að sjúklingi sem kafnaði yrði haldið niðri á meðan hún þvingaði næringarvökva ofan í hann.

Fimmtán milljarða kostar að reisa þjóðarhöll fyrir innahúsíþróttir. Höllin á að vera risin eftir tvö ár en enn hefur ekki verið ákveðið hvernig kostnaður skiptist milli ríkis og borgar.

Ísland er komið í milliriðil á HM í handbolta eftir þrettán marka stórsigur á Suður-Kóreu nú á sjöunda tímanum. Það ræðst af úrslitum í leik Portúgala og Ungverja í kvöld hverjir næstu andstæðingar Íslands verða.