11. janúar 2023 kl. 20:10
Innlendar fréttir

Tveimur hollenskum ferðamönnum bjargað úr sjálfheldu

Björgunarsveitarfólk frá Björgunarfélagi Hornafjarðar kom tveimur hollenskum ferðamönnum til aðstoðar á Ketillaugarfjalli, rétt utan Hafnar í Hornafirði, síðdegis.

Þegar ferðamennirnir voru komnir nokkuð hátt í fjallið, gengu þeir inn á svæði þar sem harður snjór og svellalög voru. Þar þeir treystu sér ekki lengra og óskuðu aðstoðar. Björgunarsveitarfólk fann mennina um klukkan 17 og fylgdi niður af fjallinu.

Frá aðgerðum Björgunarfélags Hornafjarðar miðvikudaginn 11. janúar 2023.
Björgunarfélag Hornafjarðar

Ljósmynd: Björgunarfélag Hornafjarðar.