Athugið að þessi frétt er meira en 2 ára gömul

Landsmenn leituðu að Arnari Grant, Verbúðinni, heimsmeistaramótinu og Orðlu

Verbúðin og Wordle voru meðal vinsælustu leitarorða Íslendinga á Google á nýliðnu ári. Stríðið í Úkraínu, heimsmeistaramótið í knattspyrnu og Reykjavíkurmaraþonið sömuleiðis. Arnar Grant var sá einstaklingur sem flestir landsmenn flettu upp.

Birta Björnsdóttir

Á myndinni er leitargluggi google.com með ljósmyndum af nokkrum af vinsælustu leitarorðum ársins, til dæmis Elísabetu Englandsdrottningu, Arnari Grant og heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla.

Vinsælustu leitarorð ársins hér á landi voru úr ýmsum áttum.

– RÚV/Grafík