Athugið að þessi frétt er meira en 2 ára gömul

Fóru uppábúin í nýárssund í ísköldum sjónum

Uppábúnir sjósundskappar létu ekki krakahrönglið stoppa sig í að stinga sér til sunds í Nauthólsvík í dag.

Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

,

Sjósundfólk var í sínu fínasta pússi þegar það stakk sér til nýárssunds í Nauthólsvík í dag. Kapparnir létu vel af sér í sjónum sem var -2,2°C. 

Herdís Anna Þorvaldsdóttir, formaður sund- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, segir gott að hefja árið með því að synda í sjónum, þótt hann hafi verið með kaldasta móti. 

„Það er hugljómun. Gefur manni styrk. Ef þú getur sigrað þetta þá geturðu sigrað næsta ár líka.“

Fleiri innlendar fréttir

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV