Biskup hyggst hætta eftir átján mánuði
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, segist stolt af tíma sínum í biskupsþjónstunni en hún tilkynnti í nýárs prédikun í Dómkirkjunni í morgun að hún ætlaði að hætta eftir átján mánuði, árið 2024, þá verður hún sjötug. Hún hefur verið biskup frá 2012. Í prédikuninni sagði hún vissi að oft yrði á brattann að sækja. „Þegar ég lít yfir farin veg er ég afar stolt af því sem áunnist hefur. Ég vissi að oft yrði á brattann að sækja í þeirri umbótavinnu sem ég vildi leggjast í. Og oft hefur gefið á bátinn.“
Breytingar hafi átt sér stað undanfarið ár í kirkjunni. „Þær hafa ekki verið mjög sýnilegar nema fyrir okkur sem þjónum kirkjunni. Þær felast í því að þjóðkirkjan hefur fengið ný lög sem birta vilja ríkisins um hlutverk hennar í þjóðfélaginu. Kirkjuþing hefur enn fleiri verkefni en áður og engir embættismenn starfa lengur hjá þjóðkirkjunni. Sú kirkja sem valdi mig til að leiða þjóðkirkjuna fyrir 10 árum er ekki sú sama,“ segir hún.