22. desember 2022 kl. 15:19
Innlendar fréttir

RÚV sýknað af skaða­bóta­kröfu í Brún­eggja­máli

RÚV var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í Brúneggjamálinu svokallaða.

Bræðurnir Kristinn Gylfi og Björn Jónssynir, fyrrverandi eigendur Brúneggja, stefndu RÚV vegna umfjöllunar Kastljóss um fyrirtækið árið 2016 og fóru fram á skaðabætur.

Fyrirtækið varð gjaldþrota nokkrum mánuðum eftir að umfjöllunin birtist. Bræðrunum var gert að greiða málskostnað RÚV, fjórar milljónir króna.