Starfsmenn Fjöliðjunnar á Akranesi fóru í mótmælagöngu að bæjarskrifstofunum í dag vegna áforma um að skipta starfseminni á tvo staði til frambúðar. Tæplega áttatíu manns með margs konar fötlun starfa hjá Fjöliðjunni.