11. apríl 2025 kl. 15:45
Erlendar fréttir
Eurovision

Spænska rík­is­sjón­varp­ið krefst umræðu um þátt­töku Ísra­els í Euro­vi­sion

Spænska ríkissjónvarpið RTVE hefur óskað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Stofnunin hefur sent Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, bréf þar sem óskað er eftir því að þátttaka ísraelska ríkissjónvarpsins KAN verði tekin fyrir á fundi. Áður hafði slóvenska ríkissjónvarpið gert sömu kröfu.

Í bréfinu ítrekar RTVE stuðning sinn við Eurovision en greinir einnig frá áhyggjum af ástandinu á Gaza. Óánægja almennings á Spáni vegna þátttöku Ísraels fari vaxandi.

Yfir fimmtíu þúsund eru látin eftir árásir Ísraelshers á Gaza síðan 7. október 2023.

Eden Golan, framlag Ísraels í Eurovision 2024.
EBU / Sarah Louise Bennett