Eistneski sjóherinn stöðvaði siglingu olíuflutningaskips til Rússlands í morgun. Hermenn fóru um borð í skipið til frekari athugunar. Forsætisráðherrann Kristen Michal skrifaði á samfélagsmiðilinn X að skipið sigldi án hentifána, en samkvæmt upplýsingum Marinetraffic, sem fylgist með siglingum, er skipið skráð í Djibútí. Það átti að leggjast að bryggju nærri St. Pétursborg.
Kristen Michal.EPA-EFE / Olivier Matthys
Rússar hafa margsinnis verið sakaðir um að nýta skuggaflota til að flytja vörur til og frá landinu. Þannig hafa þeir reynt að sneiða hjá viðskiptarefsingum vestrænna ríkja. Ekki hefur fengist staðfest að skipið sem Eistar stöðvuðu sé úr flotanum.