9. apríl 2025 kl. 23:06
Erlendar fréttir
Tollar Trumps

Frest­un tolla róar taugar

Friedrich Merz, leader of the Christian Democratic Union (CDU), speaks during a news conference at the headquarters of Christian Democratic Union (CDU) party in Berlin, Germany, Monday, Feb. 24, 2025. (AP Photo/Martin Meissner)
Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi, og verðandi kanslari.AP / Martin Meissner

Friedrich Merz, verðandi kanslari Þýskalands, segir tollafrestun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sanna að samstillt nálgun Evrópu í viðskiptum hafi jákvæð áhrif. „Evrópubúar eru ákveðnir í að verja sig og þetta dæmi sýnir að samstaða borgar sig.“

Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson er á meðal stjórnmálamanna sem fann fyrir létti þegar Trump greindi frá frestuninni. Enn er þó mörgum spurningum svarað um framhaldið. „Við vitum hvert markmiðið hans er, en ég veit ekki hver lokaútkoman verður,“ sagði Johnson þegar hann talaði við blaðamenn fyrir utan þinghúsið í Washington í kvöld.