6. apríl 2025 kl. 18:23
Erlendar fréttir
Þýskaland

Manns leitað eftir að þrjú fund­ust látin í þýskum smábæ

Lögreglan í Rheinland-Pfalz í Þýskalandi leitar að manni sem er grunaður um að hafa orðið þremur að bana í heimahúsi í bænum Weiteweld. Þýska dagblaðið Bild fullyrðir að hin látnu séu par og 16 ára sonur þeirra.

Lögreglumenn í Weitefeld í Þýskalandi að leita manns sem varð þremur að bana í bænum.
Lögreglumenn í Weitefeld.EBU

Samkvæmt lögreglunni hringdi kona í neyðarlínuna rétt fyrir klukkan fjögur í nótt og greindi frá grófu ofbeldi. Lögregla útilokar ekki að konan sem hringdi sé ein hinna látnu. Vísbendingar eru um að bæði skot- og eggvopnum hafi verið beitt. Leit lögreglunnar beinist að einstaklingi sem sást yfirgefa húsið nánast um leið og lögregla kom á staðinn.

Um 2.000 búa í Weitefeld. Lögregla segir engan grun um að aðrir séu í hættu.