6. apríl 2025 kl. 14:45
Erlendar fréttir
Tollar Trumps

Simbabve og Taívan afnema tolla á inn­flutn­ing frá Banda­ríkj­un­um

Stjórnvöld bæði í Taívan og Simbabve hafa ákveðið að afnema tolla á innflutning frá Bandaríkjunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í liðinni viku að hann ætlaði að leggja 18 prósenta toll á innflutning frá Simbabve og 32 prósenta toll á innflutning frá Taívan.

Lai Ching-te forseti Taívans lofaði jafnframt auknum fjárfestingum taívanskra fyrirtækja í Bandaríkjunum.

Lai Ching-te heldur krepptum hnefa á lofti við setningarathöfn þar sem hann var svarinn inn sem forseti Taívan 20. maí 2024.
EPA-EFE / RITCHIE B. TONGO

Simbabve er auðugt af jarðefnaauðlindum. Ríkið flytur talsvert af tókaki og sykri til Bandaríkjanna.

Kevin Hassett, einn efnahagsráðgjafa Bandaríkjastjórnar, segir fleiri en fimmtíu ríki hafa sett sig í samband við Bandaríkjastjórn til að hefja viðræður.