24. mars 2025 kl. 13:30
Erlendar fréttir
Tækni og vísindi

Geimskoti í Noregi frest­að

Búið er að fresta tilraunaflugi Spectrum-geimferjunnar sem stóð til í dag.

Þýska fyrirtækið Isar Aerospace stendur að geimskotinu sem verður frá eynni Andøya í Norður-Noregi. Í tilkynningu sem kom frá fyrirtækinu eftir hádegið segir að tilraunafluginu hafi verið frestað vegna slæmra vindskilyrða.

„Teymi okkar vinnur nú að því að ákvarða nýjan tíma ásamt aðstandendum Andøya skotpallsins. Isar Aerospace kynnir nýja tímasetningu fyrir geimskotið þegar hún liggur fyrir,“ segir í tilkynningunni.

Skjámynd úr myndskeiði af prufukeyrslu eldhreyfla Spectrum-geimferjunnar. Prufukeyrslan á sér stað um kvöld. Það er niðamyrkur. Umhverfis er nánast einungis lýst upp af eldinum sem hreyflar Spectrum-geimferjunnar gefa frá sér. Reykmökkur liggur frá geimferjunni og fær appelsínugulan lit frá eldinum.
Skjámynd úr myndskeiði af prufukeyrslu eldhreyfla Spectrum-geimferjunnar.Isar Aerospace / Wingmen Media