Fóru út á væng flugvélar eftir að eldur kviknaði
Rúmlega 170 farþegar þurftu að yfirgefa flugvél í Denver í Colorado með hraði skömmu eftir lendingu þegar eldur kom upp í vélinni í gærkvöld. Sex voru fluttir til skoðunar á sjúkrahúsi.
Vélin var á leið frá Colorado Springs til Texas en var lent í Denver vegna titrings í vél hennar. Í myndskeiðum sem birt voru á samfélagsmiðlum sést hvernig farþegar stóðu á væng flugvélarinnar áður en þeim var komið niður.
Flugmálayfirvöld rannsaka tildrög eldsins.
BREAKING: An American Airlines plane carrying 178 people appeared to catch fire on the tarmac after making an emergency landing at Denver International Airport Thursday evening, forcing passengers to evacuate by climbing out onto the wing of the plane. https://t.co/gWlirSyILE pic.twitter.com/AOSU1iB24H
— CBS News (@CBSNews) March 14, 2025