14. mars 2025 kl. 6:22
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Fóru út á væng flug­vél­ar eftir að eldur kvikn­aði

Rúmlega 170 farþegar þurftu að yfirgefa flugvél í Denver í Colorado með hraði skömmu eftir lendingu þegar eldur kom upp í vélinni í gærkvöld. Sex voru fluttir til skoðunar á sjúkrahúsi.

Vélin var á leið frá Colorado Springs til Texas en var lent í Denver vegna titrings í vél hennar. Í myndskeiðum sem birt voru á samfélagsmiðlum sést hvernig farþegar stóðu á væng flugvélarinnar áður en þeim var komið niður.

Flugmálayfirvöld rannsaka tildrög eldsins.