22. febrúar 2025 kl. 19:03
Erlendar fréttir
Ungverjaland
Þúsundir kröfðust sjálfstæði dómstóla
Þúsundir tóku þátt í kröfugöngu fyrir sjálfstæði ungverskra dómstóla í höfuðborginni Búdapest í dag. Dómarar og aðrir starfsmenn dómstóla tóku þátt, auk stuðningsmanna þeirra. Mótmælendur kröfðust þar að auki tjáningarfrelsis og launahækkana.
Dómarar hafa gagnrýnt samning milli stjórnvalda og æðstu stjórnenda innan dómskerfisins sem undirritaður var í nóvember. Samkvæmt honum eru launahækkanir dómara og starfsmanna dómstóla háðar stuðningi dómstóla við fyrirhugaðar réttarbætur stjórnvalda.
Gagnrýnendur samningsins telja hann grafa undan sjálfstæði dómstóla og þrískiptingu ríkisvaldsins í Ungverjalandi.