Þremur gíslum Hamas og 369 Palestínumönnum sleppt úr haldi
Í byrjun liðinnar viku var útlit fyrir að Hamas myndu ekki sleppa gíslum úr haldi vegna meintra brota Ísraela á vopnahléssamkomulaginu.
Í gær var þremur gíslum hins vegar sleppt úr haldi Hamas og 369 Palestínumenn látnir lausir úr fangelsi eða varðhaldi í Ísrael. Meirihluti þeirra var fluttur til Gaza en sumir til Vesturbakkans. Þetta voru umfangsmestu fangaskipti Ísraela og Hamas frá því að vopnahléið tók gildi í janúar.