16. febrúar 2025 kl. 0:51
Erlendar fréttir
Malí

Nærri fimm­tíu létust þegar náma hrundi

Að minnsta kosti 48 eru látnir eftir að ólögleg gullnáma hrundi í vestanverðu Malí í gær, að sögn yfirvalda þar í landi. Leit viðbragðsaðila í rústunum stendur enn yfir og því er talið að fleiri gætu fundist látnir.

Hrunið varð í námu sem áður var rekin af kínversku fyrirtæki en ólöglegur námugröftur hefur farið þar fram síðan fyrirtækið hætti sinni starfsemi þar.

Nokkuð hefur verið um mannskæð slys á námum í Malí síðustu misseri. Í janúar létust tíu þegar gullnáma hrundi í suðurhluta landsins. Fyrir rúmu ári létust rúmlega sjötíu þegar göng á námusvæði hrundu á svipuðum slóðum og hrunið varð í gær.

Aðrir eru að lesa

Annað efni frá RÚV