Alger nafnbreyting nær þó aðeins til bandarískra notenda kerfisins, allir aðrir sjá bæði heitin utan íbúa Mexíkó þar sem upprunalega heitið blasir við.
Google segir að breytingin verði þó ekki fyrr en heiti flóans hefur opinberlega verið breytt innan GNIS, örnefnagagnagrunns Bandaríkjanna. Innanríkisráðuneyti landsins staðfesti á föstudag að forsetinn Donald Trump hefði undirritað forsetatilskipun um nafnbreytingu Mexíkóflóa.