28. janúar 2025 kl. 0:09
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Fólki sagt upp sem rann­sak­aði saka­mál gegn Trump

President Donald Trump speaks at the 2025 House Republican Members Conference Dinner at Trump National Doral Miami in Doral, Fla., Monday, Jan. 27, 2025. (AP Photo/Mark Schiefelbein)
Donald Trump hefur verið Bandaríkjaforseti í viku.AP / Mark Schiefelbein

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt upp á annan tug starfsfólks sem starfaði að rannsókn sakamála á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Fólkið, sem ekki hefur verið nafngreint, starfaði allt með Jack Smith, sérstökum saksóknara í málunum, sem sjálfur sagði upp störfum fyrr í janúar. Í uppsagnarbréfi segir að fólkinu þyki ekki treystandi til að fylgja eftir stjórnarstefnu forsetans í ljósi þess hve viðamiklu hlutverki það gegndi við rannsókn málanna.