Fólki var skipað að yfirgefa heimili sín eftir að nýir eldar blossuðu upp norðan við bandarísku stórborgina Los Angeles í dag.
Slökkviliðsmenn að störfum nærri Castaic-vatni.AP/FR171736 AP / Ethan Swope
Eldurinn breiddist hratt út í hlíðunum meðfram Castaic-vatni og gleypti í sig fjórtán ferkílómetra svæði á innan við tveimur klukkustundum.
Öflugur Santa Ana-vindurinn glæddi eldinn í skraufþurrum gróðri og þeytti neistum langt á undan sér. Öllum þeim sem búa umhverfis vatnið var gert að forða, en það er um 55 kílómera norðan við Los Angeles, skammt frá borginni Santa Clarita.