Þjóðþing Íraks hefur staðfest þrenn lög sem gagnrýnendur segja í raun heimila að allt niður í níu ára stúlkur verði gefnar í hjónaband.
Frá mótmælum þegar lagafrumvörpin voru lögð fram í ágúst.AP / Hadi Mizban
Samkvæmt núgildandi sifjalögum er lágmarksgiftingaraldur átján ár en nýju lögin veita íslömskum dómstólum aukið úrskurðarvald meðal annars varðandi hjónabönd, skilnaði og erfðir. Það vald segja gagnrýnendur geta leitt af sér lögleiðingu barnabrúðkaupa.