Athugið að þessi frétt er meira en 1 mánaðar gömul

Elon Musk virðist senda fasistakveðju

Hallgrímur Indriðason

,

Elon Musk vakti mikið umtal í gærkvöld eftir að hafa sent viðstöddum í innsetningarveislu Donalds Trump í gærkvöld kveðju sem margir töldu vísa til nasista eða fasista. Kveðjuna sendi hann í ræðu þar sem hann þakkaði viðstöddum fyrir að koma Trump aftur til valda í Bandaríkjunum. Hann sló sér fyrst á brjóst og rétti svo út höndina með opinn lófa.

Claire Aubin, sagnfræðingur sem sérhæfir sig í nasisma í Bandaríkjunum, segir ljóst að þetta hafi verið nasistakveðja. Jimmy Gomes þingmaður Demókrata sagði í færslu á X: „Jæja, þetta tók ekki langan tíma.“ Musk sjálfur brást við á X með því að vísa þessu á bug. Andstæðingar hans þurfi betri bellibrögð en þetta. „Þessi "allir-eru-Hitler" árás er svooo þreytt,“ sagði hann í færslunni.