Trump hefði verið sakfelldur fyrir tilraunir sínar til að snúa við niðurstöðum forsetakosninganna 2020 ef hann hefði ekki verið endurkjörinn síðasta haust og rannsókn því lögð niður. Þetta er niðurstaða skýrslu Jack Smith, sérstaks saksóknara sem sá um að rannsaka það mál.
Smith segist hafa verið búinn að safna sönnunargögnum sem hefðu nægt til að sakfella Trump, sem var sakaður um að hafa beitt margvíslegum brögðum til að snúa niðurstöðum í nokkrum sveifluríkjum sér í hag.
Trump brást ókvæða við þessari niðurstöðu og sagði á samfélagsmiðli sínum að ákæran væri runnin undan rifjum Bidens Bandaríkjaforseta. Trump sjálfur væri algerlega saklaus.
Jack Smith, sérstakur saksóknari í málum gegn Donald Trump.EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS