Uppljóstrari bandarísku alríkislögreglunnar hefur verið dæmdur til sex ára fangavistar fyrir að hafa borið ljúgvitni um að Joe Biden forseti og Hunter sonur hans hafi þegið mútur. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að hafa borið upp á stjórnendur úkraínska orkufyrirtækisins Burisma að hafa greitt feðgunum fimm milljónir bandaríkjadala hvorum á varaforsetatíð Joes Biden.