9. janúar 2025 kl. 1:40
Erlendar fréttir
Bandaríkin

Upp­ljóstr­ari dæmdur fyrir mein­særi gegn Biden-feðgum

Joe Biden og Hunter Biden myndaðir úr fjarska
Joe og Hunter Biden.AP

Uppljóstrari bandarísku alríkislögreglunnar hefur verið dæmdur til sex ára fangavistar fyrir að hafa borið ljúgvitni um að Joe Biden forseti og Hunter sonur hans hafi þegið mútur. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að hafa borið upp á stjórnendur úkraínska orkufyrirtækisins Burisma að hafa greitt feðgunum fimm milljónir bandaríkjadala hvorum á varaforsetatíð Joes Biden.